Brenndi gróður í garðinum við litla hrifningu nágranna

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mikla brunalykt  í Múlahverfi í Reykjavík laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt. 

„Í ljós kom að einn íbúi var að brenna garðaúrgang í garði sínum og var reykurinn ekki að vekja lukku hjá öðrum íbúum í hverfinu.  Viðkomandi íbúi ætlaði að slökkva eldinn og finna aðrar leiðir til að losna við úrganginn,“ segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um málið. 

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert