Rafleiðni í Jökulsá á Solheimasandi hefur mælst óvenju há miðað við árstíma, en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni hefur hún verið nokkuð stöðug síðasta sólarhring.
„Rafleiðnin hækkar vegna þess að það er jarðhitavatn sem kemur í ánna og það kemur vegna þess að það er bráðnun undir jöklinum og vatnið leitar þá út í ánna.
Það er eitt merki sem við fylgjumst með til að sjá hvort það sé að fara að koma jökulhlaup í ánni, en það lítur út fyrir að þessi atburður sé sennilega yfirstaðinn núna, rafleiðnin er búin að vera nokkuð stöðug og vatnsborðið hefur heldur ekki verið að hækka.“
Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um brennisteinslykt á svæðinu.
„Það getur verið hættulegt ef það safnast fyrir í lægðum og dældum í landslaginu, en kannski ekki á meðan þú finnur lykt.“