ESB með „buxurnar á hælunum“ í varnarmálum

Ríki Evrópusambandsins hafa vanrækt eigin varnir árum saman og er ESB engan veginn í stakkbúið til þess að gæta öryggis Íslands. Þetta segir Hjört­ur J. Guðmunds­son sagn­fræðing­ur og alþjóðastjórn­mála­fræðing­ur en hann ræddi við Andrés Magnússon í Dagmálum.

Hann telur þörf á aukinni umræðu um varnarmál en kveðst þó ekki sammála um mikilvægi þess að Ísland leiti til ESB.

„Evrópusambandið hefur verið með buxurnar á hælunum þegar kemur að því að tryggja orkuöryggið sitt sem er náttúrulega gríðarlega mikilvægur hluti af öryggi hvers lands. Þetta er bara sjálfskaparvíti og þau eru búin að koma sér í þessa stöðu sjálfir,“ segir Hjörtur.

„Og svo er allt í einu verið að mála það þannig upp að þessir aðilar eigi að geta tryggt öryggi Íslands,“ bætir hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert