Grafa varð alelda í Úlfarsárdal

Grafa varð alelda í Úlfarsárdal um klukkan hálf tíu í morgun og var slökkvilið ræst út. Alda Svansdóttir, íbúi í hverfinu, náði myndum og myndskeiði af atburðinum og segir í samtali við mbl.is að það sé ökumanni á ruslabíl að þakka að ekki fór verr.

„Allt í einu flautar maður á ruslabíl frá Reykjavíkurborg alveg á fullu og menn öskra þarna og svo lít ég út um gluggann og þá er bara ruslabíllinn að keyra á eftir gröfunni á fleygiferð og er að láta vita að það sé kviknað í,“ segir Alda.

„Hann leggur gröfunni á bílastæðinu við Úlfarsfell og stekkur út að reyna að slökkva þetta, en svo gerist þetta bara mjög hratt og kviknar í allri gröfunni og eldurinn fer í grasið og næstum því í nærliggjandi bíla.“

Búið er að slökkva eldinn, en lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar voru kölluð á vettvang. Að sögn Öldu urðu engin slys á fólki.

Gröfunni var lagt við Úlfarsfell þar sem hún varð alelda.
Gröfunni var lagt við Úlfarsfell þar sem hún varð alelda. Ljósmynd/Alda Svansdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert