Íbúðir rísi við Úlfarsfell

Hér rís hið nýja hverfi í framtíðinni. Aðeins glittir í …
Hér rís hið nýja hverfi í framtíðinni. Aðeins glittir í Leirtjörnina fyrir ofan gulu gröfuna. Nú þegar hafa nokkur hús risið við Leirtjörn. mbl.is/sisi

Áformað er að nýtt íbúðahverfi með allt að 360 íbúðum bætist við á svæðinu vestan og norðan Leirtjarnar í Úlfarsárdal. Nú þegar eru í byggingu íbúðarhús nokkur við Leirtjörn, þ.e. við göturnar Silfratjörn, Rökkvatjörn, Jarpstjörn og Gæfutjörn.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti skipulagslýsingu hverfisins á fundi sínum 29. júní sl. en framundan er vinna við deiliskipulagið sjálft. Stefnt er að markvissu samráðsferli á skipulagstímabilinu.

Tillaga auglýst næsta vor

Vinna við tillögu að nýju deiliskipulagi mun standa fram á næsta ár en búist er við því að deiliskipulagstillaga verði auglýst næsta vor og brugðist við athugasemdum í framhaldinu, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar.

Lengri umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert