Hitastig í Danmörku hefur farið yfir 30 gráður í dag, en í það minnsta var hitastigsmet í júlí slegið.
Áslaug Guðrún Egilsdóttir er búsett í smábænum Gorlev á Vestur-ströndinni og segir flesta halda sig inni til að forðast hitann.
Hún segir fólk hafa ýmsar leiðir til að kæla sig í hitanum, en mikla leti legið í loftinu,: „Flestir halda sig inni, en sumir fara á ströndina til að kæla sig og t.d. hafa þeir sem eiga sundlaugar leyft fólki að koma í þær.“
„Veðurappið hjá mér segir að hitinn séu 34 gráður, en hitamælirinn á pallinum okkar, sem er í skugga allan daginn, mælir 36 gráður.“
Fjölmiðlar í Danmörku hafa undanfarna daga varað við yfirvofandi hitabylgju og m.a. áminnt gæludýraeiguendur að fylgjast með heilsu þeirra.
Áslaug flutti til Danmerkur árið 2018 þegar svipuð hitabylgja gekk yfir,: „Þá var ég í sirka sömu sporum og lá í sófanum með vifturnar í gangi, en þetta er of heitt fyrir Íslending eins og mig.“
Hún segir fólk ná í litlu í verk í þessu hitastigi og erfitt sé að njóta sólarinnar,: „Þetta er óbærilegur hiti og algjör letidagur, við höfum bara legið upp í sófa að horfa á Tour de France og huggað okkur við það að vera ekki að hjóla í þessum hita.“
Á morgun á hitastigið í Danmörku að lækka niður um nokkrar gráður og segir Áslaug það ákveðna huggun fyrir íbúa.