Enn lítið að marka veðurspá fyrir verslunarmannahelgi

Veðrið hafði ekki mikið að segja um síðustu verslunarmannahelgi þegar …
Veðrið hafði ekki mikið að segja um síðustu verslunarmannahelgi þegar útihátíðir voru blásnar af sökum faraldursins. Ljósmynd/Anna Thorsteinsson

„Það eru enn þá tíu dagar í þetta. Það er búið að vera gríðarlegt flökt á spánum fram í tímann. Lítið er hægt að segja til um það,“ segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is um veðurspá fyrir verslunarmannahelgina.

Björn Sævar segir að ekki sé komin nein langtímaspá fyrir verslunarmannahelgina sem mark er á takandi.

„Ég hugsa ég geti sagt með það að líklegt sé að það verði lægð nálægt landinu, það er ekki hægt að segja mikið meira um það og það er ekkert hægt að plana út frá því. Fólk verður bara að fara þangað sem það langar,“ segir Björn spurður um hvaða landshlutar séu líklegastir til að hreppa besta veðrið þá helgi.

Rólegheitaveður þessa helgi

Björn segir að um komandi helgi verði líklegast rólegheita veður á landinu. Yfirleitt verður skýjað með köflum, smá skúrir síðdegis. Hiti á bilinu 10 til 16 stig. Líklegast verður hlýjast á  Suðurlandi á sunnudaginn.

Svipað veður verður á mánudag en á þriðjudaginn er spáð vætu í flestum landshlutum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert