Mikið hefur drepist af súlu í Eldey

Mikið var af fugli og ungum framan við myndavélina í …
Mikið var af fugli og ungum framan við myndavélina í júlí 2021. Ljósmynd/eldey.is

„Það hefur greinilega orðið hrun í súlustofninum í Eldey. Í júlí í fyrra voru um og yfir 300 fuglar fyrir framan vefmyndavélina en nú eru þeir rúmlega 100,“ segir Sigurður Harðarson rafeindavirki. Hann hefur umsjón með vefmyndavél í Eldey. Myndir úr henni sjást á eldey.is. Líklegasta skýringin er fuglaflensa, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Ég sé ekki heldur neina súluunga á myndinni. Þá hef ég ekki séð neina nýja dauða fugla undanfarið eins og var á tímabili. Maður sá alltaf nýja og nýja dauða fugla,“ segir Sigurður. Fuglshræin hverfa ofan í drulluna á milli hraukanna sem súlan situr á. Þar er mikill fuglaskítur og hræin virðast rotna mjög hratt.

Nú eru mun færri fuglar og engir ungar framan við …
Nú eru mun færri fuglar og engir ungar framan við myndavélina. Ljósmynd/eldey.is

„Það voru dauðir fuglar beint fyrir framan myndavélina. Ég sé aðeins móta fyrir þeim nú, vegna þess að ég veit hvar þeir eru. Það er varla hægt að sjá neitt lengur af fuglinum.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert