Mýrarboltinn fer ekki fram í ár

Frá mýrarboltanum árið 2013.
Frá mýrarboltanum árið 2013. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Mýrarbolti fer ekki fram í Bolungarvík yfir verslunarmannahelgina. Er þetta í þriðja skiptið sem mótið fer ekki fram. Skipuleggjendur mótsins segja í samtali við mbl.is ástæðu þess að ekki sé keppt í mýrarbolta í ár vera covid-19 faraldurinn. 

Mótið er haldið um verslunarmannahelgina ár hvert og hefur verið haldið síðan árið 2003. Keppnin var haldin á Ísafirði um áraskeið en var svo færð frá Ísaf­irði í gegn­um Óshlíðargöng yfir til Bol­ung­ar­vík­ur árið 2016. 

Hart tekist á um boltann.
Hart tekist á um boltann. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert