Snemma í morgun var tilkynnt um vopnað rán í Reykjavík, þar sem tveir aðilar heimtuðu fíkniefni af tveimur öðrum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Urðu einhver átök þeirra á milli sem enduðu með því að annar þeirra sem átti að ræna hlaut stungusár á handlegg. Árásaraðilar voru handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna málsins og hinn slasaði fór með sjúkrabifreið á bráðamóttöku.