Viðvörunarspjöld áfram á innkaupakerrum

Viðvörunarspjald í innkaupakerru í matvöruverslun.
Viðvörunarspjald í innkaupakerru í matvöruverslun. Ljósmynd/Aðsend

Sjóva og Rannsóknarstofa Sálfræðistofnunnar Háskóla Íslands í atferlisgreiningu hafa endurnýjað samstarfssamning um að setja upp viðvörunarmerkingar í innkaupakerrur til að hindra slys á börnum.

Markmið viðvörunarmerkinganna er að vekja fólk til vitundar, en árlega slasast fjöldi barna á Íslandi í slysum tengdum innkaupakerrum.

Rannsókn vakti athygli Sjóvá 

Árið 2010 hóf Zuilma Gabriela Sig­urð­ar­dótt­ir, PhD, pró­fess­or í at­ferl­is­grein­ingu og at­ferl­is­með­ferð við sál­fræði­deild Há­skóla Ís­lands og stofu­stjóri Rann­sókna­stofu í at­ferl­is­grein­ingu, rann­sókn til að kanna áhrif þess að koma sér­stök­um við­vör­un­ar­spjöld­um fyr­ir í inn­kaupa­kerr­um mat­vöru­versl­ana á hegð­un for­eldra. Nið­ur­stöð­ur sýndu að mun færri for­eldr­ar settu börn sín í kerr­urn­ar þeg­ar spjald­ið var í þeim.

„Ein­falt sjón­rænt áreiti sem kom­ið er fyr­ir á inn­kaupa­kerr­um get­ur því dreg­ið veru­lega úr því að börn séu sett ofan í inn­kaupa­kerr­ur. Þetta vakti at­hygli Sjóvár og gerð­ur var sam­starfs­samn­ing­ur í apríl 2014,“ segir Jóhann Þórsson, markaðsstjóri Sjóvá.

Jóhann Þórsson, markaðsstjóri Sjóvá, og Zuilma Gabriela Sig­urð­ar­dótt­ir, PhD, pró­fess­or …
Jóhann Þórsson, markaðsstjóri Sjóvá, og Zuilma Gabriela Sig­urð­ar­dótt­ir, PhD, pró­fess­or í at­ferl­is­grein­ingu og at­ferl­is­með­ferð við sál­fræði­deild Há­skóla Ís­lands, undirrituðu áframhaldandi samstarfssamning. Ljósmynd/Aðsend

Jóhann segir að nið­ur­stöð­urn­ar hafi vak­ið at­hygli á al­þjóða­vísu og fela í sér mik­il­væga þekk­ingu til að efla for­varn­ir í slysa­vörn­um barna. „Verk­efn­ið var með­al ann­ars kynnt á ráð­stefnu Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar síð­ast­lið­ið haust, Slysa­varn­ir 2021.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert