Yrðlingar drápust í grenjum

Eitt af mórauðu dýrunum við Höfn, geldlæða sem lét sér …
Eitt af mórauðu dýrunum við Höfn, geldlæða sem lét sér fátt um finnast þó mikið rigndi þarna. Hún fór um svæðið tvisvar á sólarhring í ætisleit. Ljósmynd/Ester Rut Unnsteinsdóttir

Árlegur leiðangur Náttúrufræðistofnunar Íslands á Hornstrandir fór fram dagana 19. júní til 4. júlí sl. í þeim tilgangi að kanna ástand refastofnsins og lífríkis á svæðinu, sem er mikilvægt friðland refa. Ástand refastofnsins hefur verið kannað í meira en tvo áratugi og hefur það reynst misjafnt eftir árum. Sum árin hefur staðan verið góð en önnur ár varð afkomubrestur.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Í fyrstu leit út fyrir að ábúð refa væri með besta móti þetta sumarið. Refir voru sýnilegir á öllum hefðbundnum óðulum í austanverðri Hornvík og litu flestir þeirra vel út, farnir úr vetrarfeldi og heilbrigðir að sjá,“ segir í frásögn um leiðangurinn á vef Náttúrufræðistofnunar.

Eftir vikulangar athuganir varð leiðangursmönnum þó ljóst að yrðlingar voru einungis á tveimur af 4-5 óðulum í Hornbjargi. Reyndar voru þrjú got staðfest í Hornbjargi en á einu grenjanna drápust yrðlingarnir og var enginn eftir á lífi í vikulok. Á öðru grenjanna sáust fjórir mórauðir yrðlingar og voru þeir allir á lífi eftir vikuna og á því þriðja voru í upphafi sjö yrðlingar, þar af tveir af hvítu litarafbrigði, en þar voru aðeins fimm yrðlingar eftir viku síðar.

Lengri umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert