22 verkefni fá styrk fyrir Menningarnótt

Frá Menningarnótt 2019.
Frá Menningarnótt 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls fá 22 verkefni sem styrk úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar en samtals eru veittir styrkir fyrir fjóra og hálfa milljón króna.

Segir í tilkynningu að það hafi verið starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar sem valdi styrkþegana en alls bárust 69 umsóknir. 

Styrkirnir sem verða veittir eru á bilinu 100 til 300 þúsund krónur og fara bæði til einstaklinga og hópa.

Verkefnin felast m.a. í því að færa borgarbúum myndlist, fjölbreytta listgjörninga og tónlist á Menningarnótt sem haldin verður 20. ágúst næstkomandi. 

Meðal þeirra sem hljóta styrk eru Improv Ísland, sem munu sýna spunasýningar, íbúar Óðinsgötu 26 sem slá til veislu í garðinum sínum, Kex Hostel sem munu bjóða upp á útitónleika og Slackline Iceland sem kenna gestum listina að ganga á línu.

Lista yfir öll verkefnin sem fá styrk má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert