Bæta þurfi eftirlit með innflutningi á sumum vörum

Hnetur og möndlur eru dæmi um afurðir sem ESA skoðaði …
Hnetur og möndlur eru dæmi um afurðir sem ESA skoðaði innflutnign á. mbl.is/Árni Sæberg

ESA eftirlitsstofnun EFTA telur að á Íslandi sé þörf á úrbótum á eftirliti með innfluttri matvöru sem ekki er af dýrauppruna og kemur frá löndum utan EES.

Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsstofnunarinnar sem birt var í dag.

Skýrslan var gerð í kjölfar úttektar ESA á Íslandi frá 21.-30. mars á eftirliti með innfluttum matvælum og fóðri, sem ekki teljast dýraafurðir.

Ísland uppfylli ákveðnar kröfur

Í skýrslunni kemur fram að rammi sé til staðar um eftirlitið og landamæraeftirlitsstöðvar uppfylli lágmarkskröfur EES. Ísland uppfyllir einnig kröfur um skjala-, auðkenna- og vöruskoðun.

Í tilkynningu um skýrsluna frá ESA segir:

„Í skýrslunni kemur þó fram að ekki sé tryggt að sendingar á áðurnefndum vörum til landsins fari í gegnum opinbert eftirlit. Það er því ekki tryggt að einungis vörur sem standast kröfur séu settar á markað.“

Þar segir einnig að Ísland hafi þegar lagt fram áætlun um úrbætur til að bregðast við tilmælum ESA. Nokkrar þeirra séu þegar í vinnslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert