Eldur kviknaði í gömlu timburhúsi á Hjalteyri í Eyjafirði. Slökkviliði Akureyrar tókst að slökkva eldinn en stutt var í næsta hús að sögn Marons Péturssonar, verkefnisstjóra slökkviliðs Akureyrar.
„Þetta var minni eldur en fyrst var talið. Eldur kviknaði í einbýlishúsi sem kallast Péturshús á Hjalteyri. Um timburhús er að ræða, en það var eldur í klæðningu að utan og stutt í næsta hús,“ segir hann.
Ekki er vitað hvað olli brunanum en húsið var mannlaust er bruninn átti sér stað. Ekki er talið að skemmdir hafa orðið innanhús.