Endurskoða skilgreiningu melatóníns

Lyfjastofnun skoðar málið.
Lyfjastofnun skoðar málið. Ljósmynd/Lyfjastofnun

Lyfjastofnun skoðar nú hvort endurskoða eigi það að melatónín, sem fólk víða um heim not­ar sem lyf eða fæðubót­ar­efni fyr­ir svefn, sé skilgreint sem lyf, en innflutningur á efninu hefur sífellt aukist þrátt fyrir að innflutningur einstaklinga á efninu sé óheimill.

Greint var frá því á þriðjudaginn að Matvælastofnun (MAST) hefði óskað eftir áliti Lyfja­stofn­un­ar á því hvort breyta ætti skil­grein­ingunni, en efnið er leyfi­legt, að ákveðnum há­marks­styrk, sem fæðubót­ar­efni í ýms­um Evr­ópu­lönd­um.

„Lyfjastofnun hefur móttekið erindi Matvælastofnunar og er umfjöllun um það ekki lokið. Þegar niðurstaða liggur fyrir í málinu mun Lyfjastofnun svara erindi Matvælastofnunar. Engin ákvörðun hefur að svo stöddu verið tekin um opinbera birtingu álits Lyfjastofnunar,“ segir í skriflegu svari Lyfjastofnunar til mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert