Í dag fer dálítið lægðardag austur með suðurströndinni en því mun fylgja dálítil rigning eða súld sunnan- og vestanlands fram eftir degi.
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Þá verður suðlæg eða breytileg átt í dag 3-10 m/s en hæg breytileg átt á morgun. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast inn til landsins.
Vindar verða almennt hægir en seinnipartinn má reikna með skúrum víða um land og þokumóðu suðvestan til í kvöl og nótt.
Um helgina verða áfram hægir vindar og víða skúrir, einkum síðdegis.