Mun áfram sæta vistun næstu fjórar vikur

Frá lögregluaðgerðum í Miðvangi í síðasta mánuði.
Frá lögregluaðgerðum í Miðvangi í síðasta mánuði. mbl.is/Tómas

Karlmaður sem handtekinn var vegna skotárásar í Miðvangi í Hafnarfirði í síðasta mánuði hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi vistun á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Þetta staðfestir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Eiríkur segir ekki enn búið að gefa út ákæru í málinu, en rannsókn er enn í gangi. Segir hann að rannsókninni miði vel áfram.

Upphaflega var maðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna vistun á viðeigandi stofnun, en sá úrskurður rann út í gær. Mun nýi úrskurðurinn því renna úr 17. ágúst.

Árás­in er rann­sökuð sem til­raun til mann­dráps. Maður­inn, sem grunaður er um að hafa skotið á tvær kyrr­stæðar bif­reiðar milli fjöl­býl­is­húss og leik­skóla, er á sjö­tugs­aldri. Af um­merkj­un­um á bíln­um sem skot hæfði, má leiða lík­ur að því að um maður­inn hafi notað riff­il. 

Vist­un á viðeig­andi stofn­un er hliðstætt úrræði við gæslu­v­arðhald og þurfa því skil­yrði fyr­ir gæslu­v­arðhaldi að vera upp­fyllt svo unnt sé að úr­sk­urða ein­stak­ling í slíka vist­un, en úrræðinu er beitt í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert