Valdur umferðarslyss grunaður um að vera undir áhrifum

Tilkynnt var um tvö umferðarslys í Garðabæ í gærkvöldi. Um níu var tilkynnt um árekstur tveggja bifreiða. Annar ökumaðurinn og synir hans tveir sem voru farþegar í bílnum eru sagðir meiddir en allir með meðvitund, að því er kemur fram í dagbók lögreglu.

Tjónvaldur var handtekinn grunaðar um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna en hann var laus að lokinni rannsókn.

Önnur tilkynning barst laust eftir klukkan fimm en þar var árekstur milli vespu og reiðhjóls. Hjólreiðamaðurinn, 60 ára karlmaður, hlaut áverka á fæti en var ekið heim eftir aðhlynningu áhafnar sjúkrabifreiðar. Tveir 15 ára drengir voru á vespunni en þeir slösuðust ekki.

17 ára keyrði á 156 km/klst

Nokkuð var um að bifreiðar voru stöðvaður í nótt annað hvort eftir hraðamælingu eða ökumenn grunaðir um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.   

17 ára ökumaður var stöðvaður eftir hraðamælingu en hann ók á 156 km/klst á Kringlumýrarbraut þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn vildi ekki tjá sig um sakarefnið og var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. 

Þá var tilkynnt um fólk að nota fíkniefni í kyrrstærði bifreið í hverfi 220. Á vettvangi viðurkenndu fimm ungir menn neyslu fíkniefna en voru búnir með efnin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert