16,6 milljarða pottur í Eurojackpot

Fyrsti vinningur í Eurojackpot gæti keypt nýja Teslu 3 handa …
Fyrsti vinningur í Eurojackpot gæti keypt nýja Teslu 3 handa hverjum einasta íbúa Hveragerðis. Að vísu þyrftu þeir að sætta sig við að hafa bílinn hvítan. AFP/Justin Sullivan

Hæsta verðlaunafé Eurojackpot frá upphafi, 16,6 milljarðar íslenskra króna, gæti verið dregið út í kvöld.

Halldóra María Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslenskrar getspár, segir í samtali við mbl.is þetta vera stærsta vinning sem Íslensk getspá hefur komið að. Hámarks upphæð pottsins í Eurojackpot hækkaði þegar farið var að draga út tvisvar sinnum í viku.

„Við erum núna í fyrsta skipti að ná þessu nýja hámarki og erum þar að leiðandi með allra hæsta pott frá upphafi,“ segir Halldóra.

Ef potturinn gengur ekki út í kvöld, þá mun annar vinningur hækka í staðin um það sem fyrsti vinningur myndi annars hækka um.

„Fyrsti vinningur í Eurojackpot hefur ekki enn komið til landsins, en annar og þriðji vinningur hefur komið oft og verið í kringum 100 milljónir króna.“

Gæti keypt Teslu 3 handa öllum Hvergerðingum

16,6 milljarðar króna gæti örugglega leyst fjárhagsvanda flestra þann vinning myndu fá. Sá gæti til dæmis keypt dýrasta einbýlishúsið á höfuðborgarsvæðinu sem er til sölu á fasteignavef mbl.is 56 sinnum. 

Ef vinningshafinn væri nú þegar á húsnæðismarkaðnum en myndi kannski bráðvanta nýjan bíl þá gæti hann til dæmis keypt sér nýja Teslu 3. Svo gæti hann gefið hverjum einasta íbúa Hvergerðis eins bíl.

Vinningshafinn gæti líka keypt sér 103.756 iPhone 13 síma. Hann gæti einnig ákveðið að fyrst hann græddi svona vel á Eurojackpot að rétt væri að fjárfesta í 5.533.333 tíu raða miðum í sama lottói, eða keypt sér einn miða í hverri viku í 742.831 ár, svo lengi sem verð á miðanum hækkar ekki á þeim tíma.

Stærsti vinningur í lottó sem hefur komið til Íslands kom í fyrra þegar maður vann tæplega 1,3 milljarða króna í Víkingalottó. Hægt er að kaupa miða í Eurojackpot til klukkan 17 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert