Á sólarströnd á Spáni þegar símtalið kom

Á spænskri sólarströnd.
Á spænskri sólarströnd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær ungar konur duttu í lukkupottinn þegar tölurnar þeirra voru dregnar út á laugardaginn í Lottó, en þá var potturinn fjórfaldur með vinning upp á rúmar 52 milljónir.

Voru þær báðar með tölurnar sínar í áskrift og báðar í sumarleyfi með fjölskyldum sínum þegar símtalið kom, önnur var stödd á Íslandi en hin á Spáni.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að sú á Íslandi hafi sagst vera stödd alein á göngu á fallegasta stað landsins í frábæru veðri þegar hún fékk símtal um að vinningur upp á rúmar 26 milljónir biði hennar. Hún hafði mestar áhyggjur af því að gleðiópin heyrðust í nálægðar tjaldbúðir og ætlaði að taka á rás til að segja fjölskyldu sinni tíðindin.

Fagnaðarlætin voru ekki minni hjá fjölskyldunni á Spáni, ekki amalegt að fá fréttir um 26 milljóna króna vinning þegar verið er að njóta lífsins á sólarströnd, líkt og segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert