Ágætis útivistarveður og líkur á sólarglætum

Kort/mbl.is

Í dag er spáð hægri suðlægri eða breytilegri átt ásamt súld eða þokumóðu á sunnanverðu landinu. Skýjað verður með köflum en þurrt að kalla fyrir norðan.

Spáð er 9-17 stiga hita, hlýjast í innsveitum.

Eftir hádegi verða víða skúrir, einkum inn til landsins, en súld við suðurströndina.

Á morgun hægviðri og skýjað með köflum en skúrir, einkum seinni partinn.

„Með öðrum orðum ágætis útivistarveður og líkur á sólarglætum, ekki síst á Norðurlandi og Vestfjörðum,“ stendur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert