Ríkið þarf að koma að styrkingu ýmissa innviða í Vík í Mýrdal, þangað sem á góðum degi koma nú allt að 5.000 ferðamenn. Segja fulltrúar sveitarfélagsins að styrkja þurfi vegakerfi, löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Fráleitt sé því að miða umfang opinberrar þjónustu við fjölda skráðra íbúa. Taka verði ferðamenn inn í breytuna.
„Allt er krökkt af fólki frá morgni til kvölds,“ segir Einar Freyr Elínarson sem um mánaðamótin tekur við starfi sveitarstjóra Mýrdalshrepps. Skráðir íbúar í sveitarfélaginu eru nú 850 en voru um 460 fyrir áratug. Stór hluti nýrra íbúa er fólk af erlendum uppruna, sem starfar við ferðaþjónustu.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.