Tillaga að breyttri friðlýsingu

Eyjan er tengd við land með rifi sem kemur upp …
Eyjan er tengd við land með rifi sem kemur upp úr á fjöru. Grótta er friðlýst og umferð þar bönnuð á varptíma fugla. Svæðið er vinsælt til útivistar og er meðal annars stundum farið þar í sjósund. Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Tillaga að nýrri útfærslu friðlýsingarskilmála fyrir friðlandið í Gróttu var afhent bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar fyrir kosningar í vor. Samstarfsnefnd bæjarins, Umhverfisstofnunar og fleiri samdi tillöguna. Þar er m.a. lagt til að samstarfsnefnd verði falið að gera stjórnunar- og verndaráætlun. Ákveðið var að málið biði nýrrar bæjarstjórnar.

Kríuvarp á Seltjarnarnesi er í sárum eftir að minkar rústuðu því, eins og greint var frá í gær. Ekki sáust kríur í Gróttu í vor, sem var mjög óvenjulegt. Meindýraeyðir, sem er með minkagildrur í eynni, segir að hann megi ekki fara þangað að vitja um minkagildrur á varptíma fugla vegna friðunar.

Þarf ekki að vera svigrúm svo meindýraeyðir komist í Gróttu á varptíma til að eyða meindýrum?

„Jú, þessir skilmálar eru barn síns tíma,“ segir Hannes Tryggvi Hafstein, varaformaður umhverfisnefndar Seltjarnarness og fyrrverandi formaður. Hann segir að þótt ekki hafi sést kríuvarp í Gróttu í vor, hafi þar verið mörg hreiður annarra fugla. Í fyrra urpu þar nokkrir tugir kríupara. Eins hafi varla sést kría árið 2011 en þá var ætisskortur.

Hannes telur að verði tillagan sem liggur fyrir bæjarstjórn samþykkt verði létt á skilmálum og sveigjanleiki aukist, t.d. hvað varðar eftirlit með minkagildrum. Eins verði leyft að hlúa betur að varpinu.

„Skilmálarnir eru þannig að við megum ekki fara út í eyju á friðunartímanum, en við getum sótt um undanþágu,“ segir Hannes. Hann segir að t.d. hafi fengist undanþága í vor til að fara í Gróttu til að telja hreiður.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert