Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað ljúga“.
Vísar hann til nýfallins dóms Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem dómurinn dæmdi að Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hefðu ranglega ekki tekið kynhneigð manns trúanlega, en stefnandi sótti um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2019 sökum kynhneigðar.
Í Facebook-færslu sinni spyr Helgi að því hvort einhver skortur sé á samkynhneigðum karlmönnum hér á landi:
„Flestir hælisleitendur koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“
Skjáskoti af Facebook-færslunni hefur verið deilt á samfélagsmiðlinum Twitter.
Vararíkissaksóknari.
— Eiríkur Rafn (@eirikurrr) July 21, 2022
Hinsegin fordómar bætast við langan lista af mannhatandi skoðunum sem eiga alls ekki heima hjá þessu embætti. Hvenær er komið nóg? pic.twitter.com/P12NxAt9sf