Vararíkissaksóknari spyr hvort skortur sé á hommum

Helgi Magnús spyr hvort einhver skortur sé á samkynhneigðum karlmönnum …
Helgi Magnús spyr hvort einhver skortur sé á samkynhneigðum karlmönnum hér á landi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað ljúga“.

Vísar hann til nýfallins dóms Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem dómurinn dæmdi að Útlend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hefðu rang­lega ekki tekið kyn­hneigð manns trú­an­lega, en stefn­andi sótti um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2019 sök­um kyn­hneigðar.

Í Facebook-færslu sinni spyr Helgi að því hvort einhver skortur sé á samkynhneigðum karlmönnum hér á landi:

„Flestir hælisleitendur koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“

Skjáskoti af Facebook-færslunni hefur verið deilt á samfélagsmiðlinum Twitter. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert