Verkinu miðar vel áfram

Nýr Landspítali stingur upp höfði við Hringbraut í Reykjavík. Áætlað …
Nýr Landspítali stingur upp höfði við Hringbraut í Reykjavík. Áætlað er að sjúkrahúsið verði tekið í notkun árið 2025-2026. Verkinu miðar vel. mbl.is/Hákon

Uppsteypuverkefni meðferðarkjarna nýs þjóðarsjúkrahús gengur vel en aðalverktaki uppsteypu verksins er Eykt ehf.

„Þessu miðar vel. Það er góður gangur í uppsteypunni. Segja má að upphafleg áætlun standist eiginlega akkúrat,“ segir Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri Nýs Landspítala (NLSH), í samtali við Morgunblaðið.

Búið er að steypa upp allar undirstöður, sem og báðar kjallarahæðirnar. Ofan á kjallarana koma fimm turnar sem steypast upp mishratt. Uppsteypa fyrsta turnsins er komin upp á aðra hæð en vinna við fyrstu hæð er í gangi í öllum öðrum turnum. Mannvirkið er farið að rísa upp úr grunninum og er nú að verða vel sýnilegt.

„Fyrstu tveir turnarnir verða tilbúnir í ágúst og september á næsta ári. Seinni þrír turnarnir eiga svo að skilast á tímabilinu nóvember 2023 til febrúar 2024 og á síðari hluta næsta árs hefst vinna við lokun hússins með útveggjaeiningum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert