Von á að kornverð fari lækkandi

Verð á korni mun væntanlega lækka.
Verð á korni mun væntanlega lækka. AFP/Ina Fassbender

Von er á að kornverði fari lækkandi á heimsvísu nú þegar samkomulag hefur nást milli Rússa og Úkraínumanna um flutning á korni.

Rússar hafa staðið í veg fyrir því að hægt sé að flytja korn frá höfnum Úkraínu en Úkraína er einn af stærstu út­flutn­ingsaðilum hveit­is og ann­ars korns á heimsvísu.

Þórir Haraldsson, forstjóri Líflands, segir í samtali við mbl.is að tíðindin séu ánægjuleg, bæði fyrir neytendur og fyrirtækið, en Lífland flytur inn korn og framleiðir Kornax hveiti.

„Við gerum okkur vonir um að þetta hafi þau áhrif að hveitikornið lækki og það komi þá fram í verðum til neytenda.“

Samningurinn var undirritaður í dag. Á myndinni má sjá innviðaráðherra …
Samningurinn var undirritaður í dag. Á myndinni má sjá innviðaráðherra Úkraínu, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, forseti Tyrklands og varnarmálaráðherra Tyrklands. AFP/Ozan Kose

Hann segir verðið þó nú þegar hafa aðeins lækkað.

„Það fór mjög hátt rétt upp úr því að stríðið byrjaði. Það hefur aðeins dalað en framundan er núna ný uppskera, það eru þó engar stórlækkarnir komnar enn þá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert