Druslugangan fór fram á Sauðárkróki í fyrsta sinn í dag.
Þátttakendur hittust við Árskóla klukkan 11:30 þar sem seldur var varningur og deilt út skiltum.
Gengið var frá Árskóla og niður í gamla bæ klukkan 12 á hádegi. Stemningin var góð í göngunni og voru þátttakendur og áhorfendur heppin með veður.
Meðfylgjandi myndir tók Björn Jóhann Björnsson tíðindamaður mbl.is á Sauðárkróki.