Lítil flugvél nauðlenti í Tungudal

Landhelgisgæslan var ræst út.
Landhelgisgæslan var ræst út. mbl.is/Sigurður Bogi

Lítil flugvél nauðlenti í Tungudal sem er sunnan við Öxnadalsheiði á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar.

Gunnar Rúnar Ólafsson, varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri,  segir að verið sé að senda björgunarsveitir á vettvang og að landhelgisgæslan sé á leiðinni.

RÚV greindi fyrst frá. 

„Samkvæmt okkar upplýsingum eru mennirnir óslasaðir og komnir út úr vélinni. Þeir bíða eftir aðstoð,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Uppfært kl. 21:23:

Mennirnir tveir voru sóttir af þyrlu landhelgisgæslunnar, heilir á húfi. Flogið var með þá til Akureyrar. Aðgerðum er því lokið. Ekki fengust upplýsingar um ástand flugvélarinnar né hvað olli því að vélinni var nauðlent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert