Björn S. Lárusson hefur verið ráðinn sveitarstjóri sameinaðs sveitarfélags Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps frá og með 1. september 2022.
Greint er frá ráðningunni á vef sveitarfélagsins en þar kemur fram að fjórir hafi sótt um starfið sem var auglýst í júní.
Um Björn Lárusson segir á vefnum:
„Björn er með B.Sc. próf í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsmál og nam skipulagsmál ferðamála í Lillehammer í Noregi. Auk þess hefur hann stundað nám í samskiptum, almannatengslum og verkefnastjórnun. Björn er menntaður leiðsögumaður og hefur starfað sem slíkur í fjölmörg ár.
Hann hefur sinnt starfi skrifstofustjóra í Langanesbyggð og verið þar staðgengill sveitarstjóra.
Björn hefur víðtæka stjórnunar- rekstrar- og verkefnastjórnunarreynslu m.a. í tengslum við uppbyggingu hótela hérlendis og erlendis. Hann var framkvæmdastjóri samfélagssamskipta og almennatengsla hjá Bechtel á Reyðarfirði í tengslum við uppbyggingu álvers Alcoa. Björn var markaðs- og atvinnufulltrúi Akraneskaupstaðar um árabil og kom þar meðal annars að stefnumótun og verkefnum í tengslum við opnum Hvalfjarðarganga. Einnig var Björn fréttamaður, fréttaritari og dagskrárgerðarmaður hjá Rúv í 12 ár.
Björn er kvæntur Eydísi Steindórsdóttur.