Áframhaldandi hægviðri á landinu

Ágætis veður gæti verið á Borgarfirði Eystra þar sem margir …
Ágætis veður gæti verið á Borgarfirði Eystra þar sem margir hafa safnast saman síðustu daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki er sennilegt að sólin láti sjá sig víða á landinu í dag en þó helst á norðausturhorninu. 

Á hinn bóginn er hægðviðri á landinu og má búast við að hitinn verði frá 10 og upp í 17 stig. 

Nú er vindur er með hægasta móti á landinu, áttin er breytileg og ýmist hægviðri eða hafgola. Þokuloft hefur allvíða látið á sér kræla í nótt og svipað verður væntanlega uppá teningnum næstu nótt. Í dag má búast við að það rofi til og verði skýjað með köflum á landinu. Það eru líkur á skúrum, þó einkum síðdegis inn til landsins. Hiti á bilinu 10 til 17 stig. Á morgun (mánudag) er síðan útlit fyrir svipað veður áfram,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. 

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert