Barnið sem féll 15 metra er 18 mánaða

Barnið var flutt á bráðamót­töku til aðhlynn­ing­ar og inn­lagn­ar.
Barnið var flutt á bráðamót­töku til aðhlynn­ing­ar og inn­lagn­ar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Barn sem féll fimmtán metra út um glugga á fjöl­býl­is­húsi í gær er um átján mánaða gamalt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 

Atvikið átti sér stað í fjölbýlishúsi í austurborginni og féll barnið úr íbúð á fjórðu hæð.

Í dagbók lögreglu segir að barnið sé ekki með al­var­leg bein­brot, en rannsakað sé hvort það hafi hlotið innvortis meiðsl.

Lögregla kveðst ekki vita nánar um líðan barnsins, en telur að barnið hafi lent á grasi eða blómabeði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert