Barn sem féll fimmtán metra út um glugga á fjölbýlishúsi í gær er um átján mánaða gamalt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Atvikið átti sér stað í fjölbýlishúsi í austurborginni og féll barnið úr íbúð á fjórðu hæð.
Í dagbók lögreglu segir að barnið sé ekki með alvarleg beinbrot, en rannsakað sé hvort það hafi hlotið innvortis meiðsl.
Lögregla kveðst ekki vita nánar um líðan barnsins, en telur að barnið hafi lent á grasi eða blómabeði.