Nóttin var tiltölulega róleg hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt hvað slökkvistarf varðar.
Eldur kom þó upp í bifreið í póstnúmeri 111 en engum stafaði þó hætta af eftir því sem næst verður komist. Tilkynnt var um eldinn um klukkan 3 í nótt.
Slökkviliðið fór auk þess í nokkur minniháttar útköll. Hins vegar var öllu meira að gera í sjúkraflutningunum og síðasta sólarhringinn voru níutíu og átta sjúkraflutningar og þar af tuttugu og fjórir í forgangi.