Frans páfi sendi þjóðhöfðingjum þeirra landa, sem flugvél páfa til Kanada er flogið yfir, hefðbundnar kveðjur sínar um frið. Meðal þeirra landa var Ísland, en páfinn hefur einnig sent kveðju til þjóðhöfðinga Ítalíu, Sviss, Frakklands og Bretlands.
Þetta kemur fram á fréttavef Vatíkansins.
Guðna Thorlacius Jóhannessyni, forseta Íslands, barst kveðja í dag þar sem Frans páfi sagðist senda „góðar kveðjur til yðar og samborgara þinna á flugi yfir Ísland á ferð minni til Kanada, ásamt bænum um að Guð blessi alla þjóðina með gjöfum sínum.“
Páfinn yfirgaf Vatíkanið í dag til að ferðast til Kanada, en þar vill hann biðja frumbyggja persónulega afsökunar, vegna ítrekaðar misnotkunar sem framin var áratugum saman í skólum reknum af kaþólsku kirkjunni.
Páfinn er 85 ára gamall og glímir við meiðsl í hnjám, en hann var hjólastól þegar hann fór um borð í flugvélina.