Hífðu upp slasaða konu við Glym

Landhelgisgæslan sótti konuna.
Landhelgisgæslan sótti konuna. mbl.is/Sigurður Bogi

Landhelgisgæslan hífði upp ökklabrotna konu með þyrlu sinni við fossinn Glym í Hvalfirði klukkan hálf fjögur í dag.

Varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Hann segir burðinn hafa verið erfiðan og konuna hafa verið á óheppilegum stað, því hafi Landhelgisgæslan verið kölluð til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert