Tveir jarðskjálftar tæplega 3 að stærð urðu sitt hvoru megin við miðnætti.
Sá fyrri var 2,7 að stærð og varð klukkan 23:40 í gær. Upptökin voru 5,3 kílómetra norður af Geysi.
Sá síðari var 2,9 að stærð og var 74 kílómetra norðaustur af Kolbeinsey. Sá skjálfti varð þegar 43 mínúturu voru komnar fram yfir miðnætti eða um klukkustund síðar.
Eru þetta hörðustu skjálftarnir til þessa um helgina.