Maður féll í Brúará

Sjúkraflutningabílar við ána.
Sjúkraflutningabílar við ána. mbl.is/Haraldur

Björgunarsveitum barst tilkynning á þriðja tímanum í dag um mann sem féll í Brúará við Brekkuskóg.

Einn maður er slasaður á vettvangi. Björgunarsveitir, lögreglan og sjúkraflutningabílar eru á svæðinu, en þetta staðfestir Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðastjóri Landsbjargar.

Að sögn vitnis er búið að opna fyrir umferð og hafa sjúkrabílar yfirgefið vettvang. 

Ekki náðist í lögreglu og frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Frá Brekkuskógi í dag.
Frá Brekkuskógi í dag. mbl.is/Haraldur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert