Maðurinn sem féll í Brúará er látinn

Frá vettvangi við Brúará í dag.
Frá vettvangi við Brúará í dag. mbl.is/Haraldur

Maðurinn sem féll í Brúará í dag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Maður hafði hafnað í ánni og borist niður eftir henni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og fann hún manninn eftir skamma leit. Maðurinn var þá látinn og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur.

Viðbragðsaðilar eru enn að störfum á vettvangi og vinnur rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi að rannsókn málsins. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir á Facebook-síðu lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert