Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til á Rauðarárstíg nærri Hlemmi í gærkvöldi. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, var um að ræða mann sem ógnaði fólki við torgið með hnífi.
Maðurinn var undir áhrifum en að sögn Jóhanns var hann í slæmu ástandi þegar lögreglan kom að honum.
Var maðurinn handtekinn og fluttur í fangaklefa.
Jóhann segir hefðbundinn viðbúnað hafa verið á vettvangi. Lögreglan mætti á svæðið og sérsveitin var með einn bíl.