Ógnaði fólki með hnífi við Hlemm

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var við Rauðar­ár­stíg.
Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var við Rauðar­ár­stíg. Ljósmynd/Ragnhildur

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til á Rauðarárstíg nærri Hlemmi í gærkvöldi. Að sögn Jó­hanns Karls Þóris­son­ar, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns á höfuðborg­ar­svæðinu, var um að ræða mann sem ógnaði fólki við torgið með hnífi. 

Maðurinn var undir áhrifum en að sögn Jóhanns var hann í slæmu ástandi þegar lögreglan kom að honum.

Var maðurinn handtekinn og fluttur í fangaklefa. 

Jó­hann seg­ir hefðbund­inn viðbúnað hafa verið á vett­vangi. Lög­regl­an mætti á svæðið og sér­sveit­in var með einn bíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert