Ungur ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið gómaður við akstur á 66 kílómetrum á klukkustund yfir löglegum ökuhraða.
Lögreglan stöðvaði bifreiðina í póstnúmeri 105 í Reykjavík um klukkan 1:30 í nótt. Hámarkshraði á svæðinu er 60 kílómetrar á klukkustund en mælar lögreglunnar sýndu hins vegar 126.
Fyrir vikið var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir skýrslutöku en réttindin hefur hann ekki haft lengi því viðkomandi er 17 ára samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.
Fyrir vikið voru foreldrar og barnaverndarnefnd upplýst um málið.
Í nokkrum tilfellum voru ökumenn stöðvaðir í borginni í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna.
Nokkuð var um handalögmál í borginni í nótt sem lögregla þurfti að hafa afskipti af en ekki er vitað um líkamsárásir af alvarlegra taginu því tengdu.