Sigurgeir var átta klukkutíma í sjónum

Sigurgeir Svanbergsson er mikill kappi eins og dæmin sanna.
Sigurgeir Svanbergsson er mikill kappi eins og dæmin sanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Sigurgeiri Svanbergssyni tókst að synda frá Vestmannaeyjum upp í Landeyjasand til styrktar Barnaheill eins og hann ætlaði sér. 

Leiðin er um tólf kílómetrar og lagði Sigurgeir íann um klukkan 16 á föstudaginn. Hann náði landi fyrir miðnætti en var því tæplega átta klukkutíma í sjónum. 

Háð veðri og sjávarföllum

Samkvæmt Eyjafréttum er Sigurgeir sjötti einstaklingurinn sem syndir þessa leið svo vitað sé. Því er haldið til haga í sundlaug Vestmannaeyja með því að rita nöfn þessara einstaklinga á Eyjasundsbikarinn. 

Ágóðinn af sundinu rennur til barna á stríðshrjáðum svæðum. 

Sigurgeir er enginn nýgræðingur þegar kemur að sjósundi en árið 2021 synti hann þvert yfir Kollafjörð, frá Kjalarnesi yfir til Reykjavíkur. Sundið tók um 9 klukkustundir og var leiðin um 12 kílómetrar. 

Meðfylgjandi myndskeið birtist á Facebooksíðunni sem haldið er úti vegna Eyjasundsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert