Strandblaksvöllur búinn til á Selfossi

Ljósmynd/UMFÍ

Völlur þar sem hægt verður að spila strandblak og strandhandbolta mun senn líta dagsins ljóst á Selfossi. 

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Selfossi um verslunarmannahelgina og hefur í gegnum árin verið afar fjölmennur viðburður. Mótshaldið er umfangsmikið og er keppt í tuttugu greinum. 

Tvær þessara greina eru kenndar við strendur, strandblak og strandhandbolti. Fyrir vikið eru Selfyssingar nú í óða önn að koma sér upp aðstöðu fyrir þessar greinar. 

Fimm til sex starfsmenn hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að gerð vallarins. Svæðið er 55 x 30 metrar á lengdina og rúmar þrjá velli. Allt svæðið er umkringd 300 brettum og hafa tugir vörubílar flutt um 500 rúmmetra af sandi á svæðið. Sandurinn kemur frá Eyrarbakka, sem er á HSK-svæðinu.

Ljósmynd/UMFÍ

Er völlurinn staðsettur fyrir aftan Selfosshöllina á íþróttavellinum en fulltrúar UMFÍ kíkti við og hitti þar hjónin Ásgeir Hilmarsson og Evu Björk Kristjánsdóttur. Tóku nokkrar myndir í leiðinni og sendu mbl.is. 

Ljósmynd/UMFÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert