Búast við fjölmennri Þjóðhátíð

Herjólfsdalur lýstur upp í flugeldasýningu.
Herjólfsdalur lýstur upp í flugeldasýningu. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Miðasala á Þjóðhátíð er sambærileg og undanfarin ár. Búist er við fjölmennri Þjóðhátíð um helgina og finna hátíðarhaldarar fyrir miklum spenningi.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

„Miðasalan gengur vel. Við búumst við stórri Þjóðhátíð,“ segir Hörður Orri Björnsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, í samtali við Morgunblaðið.

„Það sem er flöskuhálsinn eru auðvitað samgöngur. Þjóðhátíðin eins og við þekkjum hana verður ekkert stærri, það bara er ekki hægt,“ segir Hörður Orri enn fremur.

Veðurspáin góð

Síðustu tvö ár hefur Þjóðhátíð verið aflýst vegna heimsfaraldursins Covid-19. Hörður segir tilhlökkunina því mikla.

„Það er mikil tilhlökkun. Það er langt síðan síðast og allir bara mjög spenntir. Langtímaveðurspáin í dag er líka mjög góð, það gefur okkur byr undir báða vængi að þetta verði bara stórkostleg Þjóðhátíð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka