Airbus-flugvél á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum var snúið við til Keflavíkurflugvallar vegna sprengjuhótunar.
Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
„Flugvélin var yfir Grænlandi þegar þessi hótun barst okkur og henni er þá snúið við til Keflavíkurflugvallar og hún lenti hérna 16:22,“ segir Úlfar.
266 manns eru um borð í vélinni og er nú unnið að því að koma fólki frá borði.
Úlfar gat að svo stöddu ekki sagt hvaðan hótunin barst.
Aðgerðir lögreglu eru nú í gangi og unnið er samkvæmt ákveðnu verklagi. Aðgerðir sem þessar krefjast sérsveitarinnar, að sögn Úlfars.
Fréttin hefur verið uppfærð.