Fullkomið í fjallaferð

Sól í heiði og sumar í algleymingi. Fólk stillti sér …
Sól í heiði og sumar í algleymingi. Fólk stillti sér upp í röð áður en lagt var á brattann upp á hæsta tind. Ljósmynd/Ingi Berg Ingason

„Fjallaferðir á fallegum sumardögum eru ævintýri. Í þeim verða til skemmtilegar minningar sem koma sér vel á veturna þegar hversdagsleikinn er ráðandi og myrkur yfir. Ég er alveg sem nýr maður eftir daga á hálendinu,“ segir Ingi Berg Ingason tæknifræðingur í Reykjavík. Í Landmannalaugum í síðustu viku hitti blaðamaður Inga, sem þar var með stórum vinahópi sem þar hélt til í nokkra daga – og fór í gönguferðir. Náttúrufar á þessum slóðum er stórbrotið og því margt að sjá og skoða. Fólk undi sér því vel, enda þótt sum væru ofurlítið móð og þreytt eftir langan dag á fjöllum. Slík þreyta er þó að flestra mati endurnærandi.

Uppgönguhryggur og Jökulgil

Í hópnum góða, sem Ingi Berg og Anna Lísa Hassing eiginkona hans tilheyra, er fólk sem hefur tengsl við Stykkishólm eða á þar rætur. Flest eru búsett nú á höfuðborgarsvæðinu og ein af hefðum hópsins er að fara saman í gönguferðir. Þær eru 2-3 í mánuði – og fólk er því í þokkalegu formi á sumrin þegar kemur að krefjandi fjallabrölti.

Ingi Berg Ingason.
Ingi Berg Ingason. mbl.is/Sigurður Bogi

„Veðrið var einstakt og ferðin nánast fullkomin,“ segir Ingi Berg um lengstu göngu hópsins í Landmannalaugum. Þaðan var lagt upp klukkan tíu á morgni og fyrst gengið á fjallið Skalla, þaðan var farið um Uppgönguhrygg og á Grænahrygg – og svo gengið aftur í Laugar fram um Jökulgil. Þetta var hringur, alls 21 kílómetri, og gangan tók alls tíu klukkustundir.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert