Kosningaframkvæmd enn á reiki

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Hallur Hallsson

Dómsmálaráðherra vill ekki svara til um hvort gallar hafi verið á framkvæmd sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík í vor og bendir á sveitarfélagið, Landskjörstjórn og úrskurðarnefnd um það, þrátt fyrir að þær stofnanir hafi vísað málinu frá sér.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist ekki hafa lagaheimildir til að fara yfir framkvæmdina hjá einstökum yfirkjörstjórnum og svara því hvort rétt hafi verið farið að eða ekki, líkt og Morgunblaðið spurðist fyrir um.

Gramsað í kjörgögnum

Daginn eftir kjördag í vor birti Páll Hilmarsson, starfsmaður í Ráðhúsi Reykjavíkur, Twitter-færslu með sundurgreindum atkvæðatölum framboða í Reykjavík eftir því hvort atkvæði voru greidd á kjörfundi eða utan. Páll var kosningastarfsmaður og sat fundi yfirkjörstjórnar.

Það að utankjörfundaratkvæðum hafi verið haldið til hliðar, talin sér og sérstaklega sundurgreind er hvorki í samræmi við kosningalög, reglugerð um talningu atkvæða né framkvæmdina fram að því.

Ólíkur skilningur kjörstjórna

Þegar leitað var skýringa á þessu skömmu eftir kosningar kom fram grundvallarmunur á afstöðu kjörstjórna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, svo framkvæmd kosninga var mismunandi eftir sveitarfélögum. Ein afstaða kom fram hjá Evu Bryndísi Helgadóttur, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík, en allt önnur hjá öðrum yfirkjörstjórnum.

Þegar Morgunblaðið leitaði skýringa hjá ráðuneytinu í vor bandaði það málinu frá sér og sagði það á borði Landskjörstjórnar. Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri hennar, kvað talningu og birtingu niðurstaðna á ábyrgð yfirkjörstjórna sveitarfélaga, sem Landskjörstjórn hefði hvorki eftirlits- né úrskurðarvald yfir. Það lægi hjá úrskurðarnefnd kosningamála. Berglind Svavarsdóttir, formaður hennar, sagði í svari til blaðsins að nefndinni hefði engin kæra borist vegna talningar utankjörfundaratkvæða í Reykjavík á vikulöngum kærufresti eftir kosningar og því hefði hún ekkert aðhafst.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert