Malbikun á Reykjanesbraut í kvöld og annað kvöld

Malbikun.
Malbikun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í kvöld og annað kvöld er stefnt á að malbika Reykjanesbraut, á milli Lækjargötu og Kaplakrika. Veginum verður lokað á meðan framkvæmdum stendur og viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19 að kvöldi til 7 að morgni.

Veg­far­end­ur eru beðnir um að virða merk­ing­ar og hraðatak­mark­an­ir og sýna aðgát við vinnusvæðin.Vinnusvæðin séu þröng og menn og tæki við vinnu mjög ná­lægt akst­urs­braut­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert