Aldrei hafa fleiri sótt um að fá lóðir undir hvít tjöld í Herjólfsdal á Þjóðhátíð, sem fer fram um næstu helgi. Alls sóttu 266 um og fjölgaði um 37 síðan 2019.
Ástarbraut, Lundaholur, Skvísusund og Veltusund voru vinsælustu göturnar ásamt klettunum fyrir ofan veg. Færri sem komast að en vilja við þær götur, að því er segir á tígli.is, bæjarfjölmiðlinum í Vestmannaeyjum.
Upplýsingar um úthlutanir hafa verið birtar á dalurinn.is en umsækjendur þurfa að staðfesta fyrir mánudaginn hvort þeir þiggi lóð eða ekki.