Rampar vígðir víðs vegar um landið

Ægir Þór Sævarsson klippti á borða við veitingastaðinn Úps á …
Ægir Þór Sævarsson klippti á borða við veitingastaðinn Úps á Hornafirði og vígði þar með áttugasta rampinn. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Rampar hafa verið settir upp og vígðir með athöfn á Akranesi, Kirkjubæjarklaustri, Höfn í Hornafirði og fleiri stöðum síðustu vikur sem partur af verkefninu Römpum upp Ísland. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins.

Eins og greint hefur verið frá er markmiðið með verkefninu að setja upp þúsund rampa á næstu fjórum árum á Íslandi. 

920 rampar eftir

Sjötugasti rampurinn var vígður um miðjan júlí við Gamla kaupfélagið á Akranesi. Þar kom Hreggviður Steinn Hendrikson og klippti á borða við athöfn þar sem fjöldi fólks kom saman til að fagna þessum áfanga.

Rampur númer 75 var settur upp við veitingastaðinn Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri nokkrum dögum síðar.

Átttugasti rampurinn var vígður á Höfn í Hornafirði í síðustu viku. Þar klippti Ægir Þór Sævarsson á borða við veitingastaðinn Úps á Hornafirði, að viðstöddum Sigurjóni Andréssyni bæjarstjóra. 

Af því sem fram kemur á vefsíðu Stjórnarráðsins glímir Ægir við Duchenne sem er sjaldgæfur og ólæknandi vöðvarýrnunar sjúkdómur. Við athöfnina dönsuðu allir með Ægi en ásamt Hafdísi Björk móður sinni hefur hann vakið athygli á lífinu með sjúkdómnum með söng og dansi á Facebook-síðunni Dancing with Duchenne.

Á þar með eftir að reisa um 920 rampa og verða þeir reistir á næstu fjórum árum.

Hreggviður Steinn Hendriksson klippti á borða við Gamla kaupfélagið á …
Hreggviður Steinn Hendriksson klippti á borða við Gamla kaupfélagið á Akranesi þegar sjötugasti rampurinn var vígður um miðjan júlí. Ljósmynd/Stjórnarráðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert