Sérsveitin og lögreglan voru kölluð út í hverfi 105 fyrr í dag vegna tilkynningar um konu sem var með hníf á lofti.
Kemur þó fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að málið hafi verið byggt á misskilningi og að það hafi verið leyst á staðnum.
Tvö vinnuslys voru tilkynnt til lögreglunnar í dag. Annað var í hverfi 220 og hitt var í hverfi 201. Bæði voru færð á slysadeild til aðhlynningar.
Í hverfi 101 var tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi og var sá vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 101.